Oct 172012
 

það gerist lítið annað á internetinu þessa dagana eftir að fólk hætti að opna gif síður (er það ekki annars búið?) en að einhver blogg eftir sjálfskipaða tísku- og lífstílsmógúla virðast skjóta upp kollinum eins og gorkúlur. Ef það er eitthvað sem vantar á internetið þá eru það fleiri staðir til að lesa um hvernig maður á að klæða sig og hvað að það sé gott fyrir líkaman að borða hollt. Ég veit þið elskið þetta þannig ég ætla að lista þessi helstu hér að neðan

Eina af þessu sem ég nenni eitthvað að kíkja á er Trendnet, sennilega af því það er ekki frontað af einhverju íslensku mini selebbi/módeli sem gerir þetta eitthvað persónulegra.. eða kannski af því það er fjölbreyttast (af því það eru flestir að skrifa þar)…

Stundum velti ég því samt fyrir mér hvort þessar tískustelpur eru að trolla þegar þær pósta “outfits of the day”.. hvort þær séu bara eitthvað “lol tjekkaðu hvað ég get látið allar unglingsstelpur landsins klæðast næstu daga” eða hvort ég er bara ekki nógu mikil fashionista til að ná þessu átfitti

Besta sem ég hef samt séð á öllum þessum síðum combined (tek samt fram að ég skoða þær ekki allar reglulega) er klárlega þessi mynd, hún er meistaraverk (tekin af secrets.is)

Oct 162012
 

ég er að upplifa fyrsta veturinn án badminton síðan 1989. smá viðbrigði, búin að eyða flestum kvöldum í þetta síðan ég var 16 ára (sem er ca. þegar ég hætti að vera á dagæfingum og fór á kvöldæfingar) þannig alltí einu á ég ótrúlega mikinn frítíma.

get ekki beint sagt ég hafi farið vel með tímann samt, aðallega búin að eyða honum í að horfa á 30 rock (aftur). deeem hvað 30 rock eru góðir þættir, ég held þeir séu alveg all time uppáhalds þættirnir mínir, meiri uppáhalds heldur en arrested development.

en svo fannst mér ég þurfa að gera eitthvað í staðinn fyrir allt þetta badminton (ég er samt alveg að mæta í gymmið áfram eins og áður) þannig ég setti mér það háleita markmið að labba í vinnuna tvisvar í viku.. byrjaði í morgun, í frábæru köldu veðri! sjáum til hversu gaman það verður í vetur í fljúgandi hálku og myrkri.

Sep 132012
 

Einn af mönnunum sem lést í árásinni á bandaríska sendiráðið í Líbíu var EVE spilari. Hann hafði verið í lýðræðislegakjörnu fulltrúaráði sem hefur samskipti við CCP þannig ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Mjög viðkunnalegur náungi. Ég hitti hann síðast á Fanfest og þar áður þegar hann kom hér með áðurnefndu ráði og ég fór með þeim út að borða og sat við hliðiná honum á við kvöldverðinn.

Það var því frekar mikið sjokk að komast að því að einhver sem maður þekkir hafi dáið í svona árás. Einhvern veginn er allt svona svo fjarri manni, venjulega myndi ég ekki einu sinni lesa fréttina um þetta…

Hann var að spjalla við EVE vini sína á jabber þegar árásin er gerð. Síðustu orð hans þar voru

[vile_rat 9/11/12 2:40 PM]: FUCK
[vile_rat 9/11/12 2:40 PM]: gunfire

og svo kom hann ekki aftur.

Það er alltaf talað um hvað EVE Online er kaldur og erfiður heimur, sem hann er! Communityið okkar getur verið alveg ótrúlega erfitt en svo á stundum eins og þessum þá getur það vera alveg ótrúlegt í samstöðu og almennum fallegheitum.

spilara komu þessu fyrir þarna til að skrifa þetta

Mark vinur minn, sem er forseti þessa ráðs í dag skrifaði smá grein fyrir hönd þeirra allra í dag þar sem er best lýst hvernig þetta community stendur saman þegar mómentið er þannig.

Hvíl í friði félagi.

Sep 062012
 

ég er nýbúin að uppgötva að það er fáránlega skemmtilegt að hjóla! eða sko ég hafði alveg hjólað fullt á stígum í Reykjavík og þannig en er nýbúin að uppgötva hvað það er gaman að hjóla útá landi.

við skulum samt byrja á einu. það er algjört lykilatriði í öllum hobbýum að eiga fínar græjur, ég átti fyrir þetta hardtail hjó, sem er fínt, en ekki alveg nógu gott fyrir allskonar fjallahjólreiðar og single track. ég ætla þess vegna að breyta því í badass innanbæjarhjól með mjórri dekkjum og þannig.

af því að ég sumar keypti ég mér þetta badass hjól! eftir að hafa skoðað öll full suspension stelpuhjól (á verðbili sem ég var til í) í heiminum þá komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta hjól var algjörlega það flottasta sem var til. því miður var það ekki til á Íslandi þannig ég pantaði mér það frá Svíþjóð. ótrúlegt en satt, þá kostaði það ekkert hræðilega mikið að flytja það inn (tollar á reiðhjólum eru 10%) þrátt fyrir að við séum ekki í ESB

það er reyndar yfirleitt ekkert hægt að hjóla allt sem maður ætlar sér að fara, hér er ég til dæmis að ganga með hjólið yfir stórfljót (djók) á leiðinni frá Dettifoss í Ásbyrgi. sjúklega flott leið sem ég mæli algjörlega með! (vil benda á mikilvægi þess að fatnaður sjatteri við hjólið)

við Sissi gátum þannig eytt sumarfríinu okkar í eitthvað annað en að búðingast eða ganga á fjöll þetta sumarið þar sem við vorum til dæmis mjög mikið í Kjarnaskógi á Akureyri þar sem er sjúklega skemmtileg hjólabraut! nú læt ég mig bara dreyma um að einhver sé til í að gera svona fínt í Öskjuhlíðinni

Sep 062012
 

ég fékk skilaboð frá nöfnu minni í gær sem spurði hvort ég væri til í að láta frá mér lénið

mér leið smá eins og ég hefði verði kýld í magann! ég er búin að eiga þetta lén síðan 2000 og þó ég hafi ekki mikið nennt að blogga síðustu árin (sorrí með mig en facebook er bara miklu interaktívara) þá er þetta samt litla barnið mitt.

líka alveg semi brand.. það er ástæða fyrir því að dev nafnið mitt hjá CCP er Punkturis til dæmis. það getur engin önnur verið katrin.is, það væri bara fáránlegt!

það sem er samt svo næs við að hafa bloggað allt sem dreif á daga mína á þessum árum frá uuuu 2001 til kannski 2007 eða svo, þá er ótrúlega auðvelt að fletta öllum fjandanum upp. sumt fokkaðist samt upp þegar bloggið var migrate-að frá K2 yfir í wordpress þannig eitthvað hefur tapast

ég ætla samt alltaf að eiga katrin.is, hver veit nema ég vilji nota það fyrir eitthvað annað í framtíðinni? eða kannski maður fari að skrifa sitthvað hér?

Nov 112011
 

ég er oft búin að pæla í því að mig langar að byrja að blogga aftur en fannst tilhugsunin eitthvað yfirþyrmadi. mér fannst einhvern veginn eins og blogg þyrfti að vera eitthvað langt og innihaldsríkt, sem er eiginlega alveg fáránlegt svona miðað við hvernig mín blogg saga er. ég er sennilega sá bloggari sem var hvað helst duglegur í knappbloggum.

ég er eiginlega orðin leið á facebook, þetta nýja kókaínfeed til hægri er með alltof mikið af irrelevant upplýsingum fyrir mig og aðalfeedið var orðið eitthvað meira boring, veit ekki alveg hvað það er..

..þannig ég var búin að vera að færa mig smá á twitter, en maður er svolítið takmarkaður þar með bara 140 stafi.

hvernig væri þá að fara að henda bara út því sem mig langar að segja frá hingað? þó það séu bara ein til tvær línur?

mig vantar reyndar að laga themeið á þessu bloggi, ég bara þoli ekki að hafa þetta svona half-assed, mun gera það þegar ég finn theme sem mig langar að nota.. þangað til verð ég bara að þola þetta.

en þá kemur að því sem mig langaði að segja! ég beit það í mig að dans dans dans væri í kvöld. ég er ekki með sjónvarp (og hef ekki verið með síðustu 2 árin eða svo) þannig ég gladdist smá yfir að rúv væri búið að laga síðuna sína þannig það væri ekkert mál að horfa á sjónvarp í beinni. startaði vídjóinu og við mér blasti vilhjálmur bjarnason og tveir aðrir. ég furðaði mig á því í svona 5 sekúndur hvaða snilling datt eiginlega í hug að hafa hann sem aukadómara í dans dans dans þar til ég fattaði þetta var útsvar sem ég var að horfa á.

Jul 042011
 

ég er búin að vanrækja þetta blogg mitt svo hrikalega að ég tók ekki einu sinni eftir því þegar það átti 10 ára afmæli um daginn (þann 20. júní).

alla vega.. ef það er ekki móment til að henda í smá færslu þá veit ég ekki hvað.. best væri náttúrulega að reminisce og líta yfir farinn veg en ég nenni því ekki.. þvílíkur metnaður!

það var svo miklu skemmtilegra samt að blogga back in the days þegar moggabloggið var ekki búið að eyðileggja blogg.. og bara svona áður en pöpullinn fór að hanga á internetinu.. en djöfull er ég búin að eiga skemmtileg móment tengd þessu bloggi þannig mér þykir nú dulítið (mikið) vænt um það.. og líka búin að kynnast fullt af skemmtilegu fólki í gegnum það (allt fólk sem var virkt á netinu fyrir 10 árum)

kannski kemur andinn einhvern tímann yfir mig aftur?

vonandi!