RIP Vile Rat

Einn af mönnunum sem lést í árásinni á bandaríska sendiráðið í Líbíu var EVE spilari. Hann hafði verið í lýðræðislegakjörnu fulltrúaráði sem hefur samskipti við CCP þannig ég hef hitt hann nokkrum sinnum. Mjög viðkunnalegur náungi. Ég hitti hann síðast á Fanfest og þar áður þegar hann kom hér með áðurnefndu ráði og ég fór með þeim út að borða og sat við hliðiná honum á við kvöldverðinn.

Það var því frekar mikið sjokk að komast að því að einhver sem maður þekkir hafi dáið í svona árás. Einhvern veginn er allt svona svo fjarri manni, venjulega myndi ég ekki einu sinni lesa fréttina um þetta…

Hann var að spjalla við EVE vini sína á jabber þegar árásin er gerð. Síðustu orð hans þar voru

[vile_rat 9/11/12 2:40 PM]: FUCK
[vile_rat 9/11/12 2:40 PM]: gunfire

og svo kom hann ekki aftur.

Það er alltaf talað um hvað EVE Online er kaldur og erfiður heimur, sem hann er! Communityið okkar getur verið alveg ótrúlega erfitt en svo á stundum eins og þessum þá getur það vera alveg ótrúlegt í samstöðu og almennum fallegheitum.

spilara komu þessu fyrir þarna til að skrifa þetta

Mark vinur minn, sem er forseti þessa ráðs í dag skrifaði smá grein fyrir hönd þeirra allra í dag þar sem er best lýst hvernig þetta community stendur saman þegar mómentið er þannig.

Hvíl í friði félagi.

4 thoughts on “RIP Vile Rat

  1. This is exactly what I was looking for. Thanks for wriintg!

  2. I appreciate you taking to time to contribute That’s very helpful.

  3. That’s not just logic. That’s really sensible.

  4. Klemmer og masse kos til deg, vennen! GÃ¥r det bra? Jeg har nesten ikke vært innom dataen i det siste og hadde ikke fÃ¥tt med meg at du har drevet som svingdørspasient et par dager… Herlig Ã¥ se at det gÃ¥r bra hvertfall – kreativiteten blomstrer hos minstemor ogsÃ¥! Livet er vel herlig da:)Som sagt, stor klem og fortsatt god bedring!

Leave a Reply to Maria Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>